Reyndu að smygla flóttamönnum til Bretlands

Þúsundir flóttamanna í Frakklandi vilja komast til Bretlands.
Þúsundir flóttamanna í Frakklandi vilja komast til Bretlands. AFP

Tveir menn hafa verið dæmdir í fjögurra ára fangelsi fyrir að reyna að smygla átján albönskum flóttamönnum til Bretlands.

Mennirnir reyndu að koma sextán fullorðnum og tveimur börnum yfir Ermarsund frá Frakklandi á gúmmíbáti 28. maí.

Báturinn bilaði hins vegar og missti vélarafl og því þurfti að kalla til strandgæsluna til bjargar. Báturinn hafði þá verið á reki í þrjár klukkustundir.

Hver flóttamaður hafði greitt smyglurunum 6.000 pund, tæpa milljón króna, fyrir að komast til Bretlands. Fólkið var mjög kalt og hrakið er því var bjargað.

Mennirnir eiga báðir sakaferil að baki. 

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert