Annar bræðranna handtekinn

mbl.is/Kristinn

Einn maður hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás í Belgíu. Maðurinn er annar tveggja sem handteknir voru fyrr í dag eftir húsleitir í bænum Liege í Mons-héraðinu. 

Menn­irn­ir, sem heita Nour­redine H. og Hamza H., eru bræður, en aðeins sá fyrrnefndi var ákærður. Sá síðarnefndi var látinn laus eftir skýrslutökur. Nourredine H. er 33 ára gamall.

„Miðað við nýj­ustu upp­lýs­ing­arn­ar eft­ir lög­regluaðgerðir dags­ins bend­ir allt til þess að hryðju­verka­árás í Belg­íu hafi verið í burðarliðunum,“ sagði í til­kynn­ingu frá belg­ísk­um yf­ir­völd­um í kjöl­far hand­tök­unn­ar fyrr í dag.

Handtökurnar tengjast ekki sprengingum í Brussel fyrr á þessu ári. 

Frétt mbl.is: Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert