Fjórtán brúðkaupsgestir létust

Mikið er um flóð í Pakistan á monsúntímabilinu.
Mikið er um flóð í Pakistan á monsúntímabilinu. AFP

Að minnsta kosti fjórtán létu lífið í Pakistan í dag þegar flóðvatn hrifsaði með sér bifreið sem flutti brúðkaupsgesti. Flestir hinna látnu eru konur og börn. 

Yfir tuttugu voru í bílnum, sem verið var að aka á fjallvegi í bænum Khyber, þegar atvikið átti sér stað. Leit stendur nú yfir að fleirum sem voru í bílnum en að sögn talsmanns lögreglunnar er erfitt að leita á svæðinu. Þá er nákvæmur fjöldi farþega ekki ljós.

Gríðarlega mikið hefur rignt á svæðinu í þessum mánuði og hefur töluvert verið um flóð. Mikið er um flóð í Pakistan á mons­ún­tíma­bil­inu, sem stend­ur yfir frá júní og fram í sept­em­ber, og far­ast hundruð manna í slík­um flóðum ár hvert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert