Í frétt mbl.is frá því í maí kemur fram að í áfrýjunargögnum segi að ríkið líti svo á að meðferðin á Breivik hafi verið mannúðleg. Snýr áfrýjunin bæði að heimfærslu til lagaákvæða og sönnunarmatinu.

Segir í áfrýjunargögnunum að Breivik hafi allt frá því að hann var handtekinn fyrst fengið mannúðlega meðferð. Hafi fangelsisvist hans verið samkvæmt lögum í landinu og verið aðlöguð í samræmi við hegðun hans af fulltrúum fangelsisyfirvalda.

Þá er því haldið fram að dómstóllinn hafi ekki tekið tillit til þeirrar hættu sem enn stafar af Breivik. Í dómnum segir að fangelsisyfirvöld hafi ofmetið hættuna sem stafar af honum og að yfirvöld hafi látið öryggissjónarmið ráða of miklu.