Strandgæslan blés lífi í kött

Ítalska strandgæslan hefur bjargað þúsundum flóttamanna frá drukknun í Miðjarðarhafinu síðustu misseri. Þeir sem þar starfa láta ekki þar við sitja og hika ekki við að blása lífi í ketti ef svo ber undir.

Börn höfðu komið auga á kettlinginn fljótandi við strendur Sikileyjar. Þau kölluðu strandgæsluna til. Í fyrstu virtist sem kettlingurinn væri horfinn á vit forfeðra sinna en björgunarmennirnir gáfust ekki upp. Þeir beittu hjartahnoði og reyndu einnig að blása lífi í litla skinnið.

Loksins eftir nokkrar mínútur tók kisi litli við sér. Hann fór meira að segja að mjálma.

Kötturinn fékk nafnið Charlie og var komið til dýralæknis um leið og færi gafst. Hann er sagður við góða heilsu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert