Sprengjutilræði á sjúkrahúsi í Pakistan

Aðkoman var skelfileg eftir að sprengjan sprakk.
Aðkoman var skelfileg eftir að sprengjan sprakk. AFP

Að minnsta kosti 40 létust og 30 særðust þegar sprengja sprakk á einu stærsta sjúkrahúsi pakistönsku borgarinnar Quetta í morgun. Óttast er að mun fleiri séu látnir.

Akbar Harifal, ráðherra héraðsmála í Balochistan-héraði þar sem sprengjan sprakk, segir að hún hafi sprungið þegar fjöldi lögfræðinga og blaðamanna var á staðnum vegna dauða forseta Balochistan lögmannasamtakanna í skotbardaga. Forseti samtakanna, Bilal Anwar Kasi, varð fyrir árás tveggja byssumanna þegar hann fór af heimili sínu á leið til vinnu í morgun. Var hann fluttur á sjúkrahúsið þar sem hann var úrskurðaður látinn. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðunum tveimur.

Balochistan-hérað er á landamærum Írans og Afganistan en héraðið er auðugt af olíu og gaslindum. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert