Gefur í skyn að vopn geti verið eina lausnin gegn Clinton

„Ef Hillary Clinton fær að velja næstu hæstaréttardómara, þá getum við ekkert gert. En bíddu nú við, við höfum réttinn til að bera vopn, kannski getum við gert eitthvað.“ Þessi ummæli lét Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, falla á framboðsfundi í bænum Wilmington í Delaware-ríki í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í frétt Independent.

Ummælin hafa farið sem eldur í sinu um netið og þykir mörgum að Trump hafi endanlega stigið langt yfir strikið. 

Talsmaður Hillary Clinton segir í samtali við NBC í kvöld: „Þetta er einfalt: Það sem Trump er að segja er stórhættulegt. Einstaklingur sem vill verða forseti Bandaríkjanna ætti ekki að stinga upp á ofbeldi með þessum hætti.“

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana.
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert