Blaðamaður VG prófaði sogskálarnar

Skjáskot/VG

Nokkuð hefur verið fjallað um kringlótta, rauða bletti á bökum nokkurra keppenda á Ólympíuleikunum. Blettirnir eru eftir meðferð sem sögð er auka blóðflæði.

Litlir bollar eða skálar eru settar á bak fólks og kveikt er í eldfimum vökva inni í skálunum. Sog mynd­ast og tog verður á húðinni. Því mynd­ast rauðu blett­irn­ir. 

Frétt mbl.is: Hvaða blettir eru á bökum ÓL-keppenda?

Blaðamaður norska fréttamiðilsins Verdens Gang gekkst undir meðferðina og verður með fjölda bletta á bakinu næstu eina til tvær vikurnar. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá blaðamanninn í meðferðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert