Páfi hitti fyrrverandi vændiskonur

Páfinn meðan á heimsókninni stóð.
Páfinn meðan á heimsókninni stóð. AFP

Frans páfi kom mörgum á óvart í dag þegar hann heimsótti tuttugu fyrrverandi vændiskonur í Róm og spjallaði við þær.

Frans hefur margoft haldið því fram að mansal á bak við vændi sé glæpur gegn mannkyninu.

Sjö kvennanna eru frá Nígeríu, sex frá Rúmeníu og fjórar frá Albaníu. Hinar þrjár eru frá Ítalíu, Túnis og Úkraínu.

AFP

Kaþólskt samband hýsir konurnar í íbúð í Róm eftir að þeim hafði verið bjargað frá hórmöngurum.

Í yfirlýsingu frá Vatíkaninu segir að Frans hafi hlýtt á sögur kvennanna sem „allar voru misnotaðar illa  líkamlega en njóta núna verndar“.

AFP

Heimsókn páfans féll undir það sem hefur verið kallað „Föstudagsmiskunn“ þar sem hann miskunnar sig yfir fólk sem á um sárt að binda, hvern föstudag í Róm eða í nágrenni borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert