Trudeau í þriðju Gay Pride-göngunni

AFP

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, var meðal þúsunda þátttakenda í árlegri Gay Pride-göngu í Montreal í gær. Fyrr í sumar varð Trudeau fyrsti starfandi forsætisráðherra Kanada til þess að taka þátt í hinsegin göngu er hann tók þátt í göngunni í Toronto í júlí. Síðan þá hefur hann einnig mætt í gönguna í Vancouver. 

Justin Trudeau tók þátt í GayPride-göngunni í Montreal í gær.
Justin Trudeau tók þátt í GayPride-göngunni í Montreal í gær. AFP

„Kanada er opið og jákvætt samfélag,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpið gönguna í gær á frönsku. „Þetta er dæmi um það sem við höfum fram að færa fyrir heiminn,“ bætti hann við.

Trudeau er eini forsætisráðherra eða leiðtogi G7-ríkjanna sem hefur tekið þátt í Gay Pride-göngu hingað til en fulltrúar allra stjórnmálaflokka á kanadíska þinginu tóku þátt í göngunni með Trudeau í gær. 

Að sögn Trudeau er það mikilvægt að allir stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á þingi í Kanada viðurkenni réttindi LGBT-samfélagsins og mannréttindi almennt.

Leikkonan Raven-Symoné var meðal þátttakenda í göngunni í Montreal.
Leikkonan Raven-Symoné var meðal þátttakenda í göngunni í Montreal. AFP

Trudeau segir að eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar í ár verði að réttindi trans-fólks verði viðurkennd. Í maí lagði ríkisstjórn Kanada fram frumvarp til laga sem miða að auknu jafnrétti og að mismunun á grundvelli kynvitundar (gender identity) sé brot á mannréttindum líkt og mismunun á grundvelli kynþáttar, trúar, aldurs, kynferðis og kynhneigðar.

Justin Trudeau í göngunni í gær.
Justin Trudeau í göngunni í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert