Segir leiðtogann í suðri verða geðsjúkling

Forseti Suður-Kóreu, Park Geun-Hye.
Forseti Suður-Kóreu, Park Geun-Hye. AFP

Norður-Kórea segir að forseti Suður-Kóreu, Park Geun-Hye, sé geðsjúklingur eftir að hún gagnrýndi kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu og varði uppsetningu eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjamanna.

Pars segir að uppsetning kerfisins THAAD sé gerð í varnarskyni vegna þenslu í kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu. Talsmaður Norður-Kóreu segir að um lélega afsökun sé að ræða hjá kjölturakka sem geti ekki gert neitt nema að fá samþykki frá yfirboðurum sínum í Bandaríkjunum.

„Þetta er ekkert annað en bull geðsjúklings,“ segir í fréttatilkynningu frá yfirvöldum í N-Kóreu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert