Sundmenn stöðvaðir á leið úr landi

Brasilísk yfirvöld stöðvuðu tvo bandaríska sundmenn, Gunnar Bentz og Jack Conger, þegar þeir voru að fara úr landi á flugvellinum í Ríó í gær. Mennirnir voru sóttir út í flugvél og yfirheyrðir í nokkrar klukkustundir áður en þeim var sleppt úr haldi. Bandaríska ólympíunefndin hefur staðfest þetta.

Tveir liðsfélagar þeirra, Ryan Lochte og James Feigen, mega ekki yfirgefa Brasilíu en Lochte hafði þegar yfirgefið landið þegar tilskipunin kom frá brasilísku lögreglunni. Ástæðan fyrir þessum afskiptum lögreglunnar af sundmönnunum er tilkynning þeirra um að þeir hafi verið rændir í Ríó á sunnudag en lögreglan hefur vissar efasemdir um sannleiksgildi ásakana sundmannanna.

Gunnar Bentz og Jack Conger sjást hér yfirgefa lögreglustöðina í …
Gunnar Bentz og Jack Conger sjást hér yfirgefa lögreglustöðina í Ríó. AFP

Frétt mbl.is: Bannað að yfirgefa Brasilíu

Sundmennirnir fjórir segja að þeir hafi verið rændir í leigubíl af vopnuðum mönnum en að sögn lögreglu ber frásögn þeirra ekki saman við upptökur úr öryggismyndavélum.

Í tilkynningu frá bandarísku ólympíunefndinni kemur fram að Bentz og Conger hafi verið látnir lausir úr haldi lögreglu en lögregla muni áfram ræða við þá um atvikið í dag. Að sögn lögmanns Lochtes kom hann til Bandaríkjanna fyrir tveimur dögum en þá hafði hann ekki verið úrskurðaður í farbann.

Gunnar Bentz og Jack Conger.
Gunnar Bentz og Jack Conger. AFP

 Hann hafi aldrei verið beðinn um að vera áfram í landinu í tengslum við rannsóknina. Lochte er einn besti sundmaður sögunnar en hann státar af 12 ólympíugullum. Á Ólympíuleikunum í Ríó tók hann þátt í tveimur keppnum og var í sigurliði Bandaríkjanna í 4x200m skriðsundi.

Meðal fjölmiðla sem fjalla um mál sundmannanna er CNN

Gunnar Bentz.
Gunnar Bentz. AFP
Gunnar Bentz, Jimmy Feigen, Blake Pieroni og Clark Smith.
Gunnar Bentz, Jimmy Feigen, Blake Pieroni og Clark Smith. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert