36 vígamenn teknir af lífi

Íraskir hermenn.
Íraskir hermenn. AFP

Stjórnvöld í Írak hafa tekið af lífi 36 vígamenn sem höfðu verið dæmdir til dauða fyrir að myrða allt að 1.700 flughermenn í Speicher-herstöðinni nálægt borginni Tikrit í norðurhluta landsins.

Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams náðu yfirráðum í borginni, og þar á meðal yfir herstöðinni, sumarið 2014. Myrtu þeir hátt í 1.700 unga flughermenn, flesta sjía-múslima, og grófu þá í fjöldagröfum.

Birtu þeir myndir og myndskeið af óhugnaðinum á samfélagsmiðlum. Fjöldagrafirnar fundust ári síðar, eftir að írösk stjórnvöld höfðu aftur náð borginni á sitt vald.

Aftakan átti sér stað í morgun í Nasiriyah-fangelsinu, að sögn stjórnvalda í Írak. Vígamennirnir, sem eru allir íraskir ríkisborgarar, voru dæmdir til dauða í febrúarmánuði.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert