Fordæmdu hryðjuverkaárásina

Fórnarlamb árásarinnar borið til grafar.
Fórnarlamb árásarinnar borið til grafar. AFP

Bandaríkjastjórn fordæmdi í dag hryðjuverkaárásina í bænum Gaziantep í Tyrklandi. Árásin var gerð í brúðkaupi en talið er að barn hafi borið sprengjubelti sem síðan sprakk með þeim afleiðingum að 51 lét lífið. Samstöðu var lýst yfir með Tyrkjum í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur einnig fordæmt hryðjuverkaárásina sem og aðalritarinn Ban Ki-moon. Kallaði hann eftir því að komist yrði að því hverjir hafi staðið fyrir árásinni og að réttlæti yrði komið yfir þá.

Árásin var gerð í hverfi sem Kúrdar byggja aðallega en forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, segir hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa staðið á bak við hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert