Fundu tvær gamlar handsprengjur

Wikipedia

Verkamenn sem unnu að því á þriðjudaginn að grafa grunn undir byggingu í nágrenni austurríska þingsins við Heldenplatz í Vín, höfuðborg Austurríkis, fundu tvær virkar handsprengjur.

Talið er að handsprengjurnar séu rússneskar og frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Sprengjusérfræðingar komu á staðinn og rannsökuðu sprengjurnar. Voru þær síðan fluttar á brott og þeim eytt á öruggu svæði.

Sprengjur og önnur vopn frá árum heimsstyrjaldarinnar finnast reglulega bæði í Þýskalandi, Austurríki og víðar í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert