Loft hrundi í norskum tónleikasal

Fimmtán manns slösuðust í Ósló höfuðborg Noregs í dag þegar loft í tónleikasal hrundi meðan á tónleikum stóð. Enginn slasaðist alvarlega svo vitað sé.

Fram kemur í frétt AFP að um 1.800 nemendur frá norskum viðskiptaskóla hafi verið að hlusta á tónlist bandaríska plötusnúðarins DJ Steves Aoki þegar slysið átti sér stað. „Loftið féll og það var alger glundroði. Brunavarnarkerfið fór strax af stað,“ er haft eftir nemandanum Charlotte Nilsen sem var stödd í salnum þegar loftið hrundi.

Lögreglan rýmdi bygginguna tafarlaust og girti hana af á meðan slökkviliðsmenn gengu úr skugga um að ekki væri frekari hætta á ferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert