Lyfin voru rangt merkt

Prince.
Prince. AFP

Lyfjaglös sem fundust á heimili tónlistarmannsins Prince eftir andlát hans og reyndust innihalda lyfið Fentanyl voru ekki merkt rétt. Þess í stað voru þau merkt vægara ópíumlyfi. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC.

Krufning á líki Prince í júní leiddi í ljós að hann hefði látist af of stórum skammti af Fentanyli en ekki var vitað til þess að lyfinu hefði verið ávísað á hann. Skammturinn var nægjanlega stór og rúmlega það til þess að vera banvænn.

Rangt merkt Fentanyl hefur komið við sögu í vaxandi fjölda mála í Bandaríkjunum þar sem fólk hefur tekið inn of stóran skammt af lyfjum. Yfirleitt er þá um að ræða fölsuð lyf sem sögð eru vera af einhverri annarri tegund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert