15 slösuðust á tónleikum í Ósló

Lögregla og sjúkralið að störfum á tónleikastaðnum í gær.
Lögregla og sjúkralið að störfum á tónleikastaðnum í gær. AFP

Fimmtán slösuðust þegar múrklæðning í lofti tónleikastaðar gaf sig í Ósló síðdegis í gær. Enginn þeirra er alvarlega slasaður.

Samkvæmt frétt NRK barst tilkynning um óhappið klukkan 18:15 og komu lögregla og sjúkralið á vettvang skömmu síðar og veittu sárum aðhlynningu. Fimm voru fluttir með sjúkrabílum á Ullevål-sjúkrahúsið Alls voru 1.800 háskólanemar á tónleikunum.

Øysten Eriksen, slökkviliðsstjóri í Ósló, segir að í fyrstu hafi smá hlutar múrhúðarinnar fallið en síðan hafi stærri stykki komið úr loftinu og greip töluverð skelfing um sig meðal gesta á tónleikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert