Bílbrunar í Kaupmannahöfn

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Norden.org

Kveikt var í fjölda bifreiða í Kaupmannahöfn í gærkvöldi og nótt og er þetta önnur nóttin í röð sem kveikt er í bifreiðum í borginni. Undanfarnar vikur hefur vart liðið sú nótt í Svíþjóð sem ekki er kveikt í bifreiðum. 

Samkvæmt frétt Berlingske var kveikt í nokkrum bifreiðum í Valby og eins í Kristjánshöfn. Ekki er upplýst um hversu margar bifreiðar urðu eldinum að bráð. Varðstjóri í lögreglunni í Kaupmannahöfn, Michael Andersen, segir í samtali við Berlingske að frekari upplýsingar verði veittar á blaðamannafundi.

Í Svíþjóð hafa bílbrunar verið viðvarandi vandamál frá því í júlí. Flest hafa málin verið í Malmö en ástandið hefur síðan breiðst út um landið til Stokkhólms, Uppsala, Gautaborgar, Linköping og fleiri staða.

Berlingske

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert