Grjótkast kostaði mannslíf

Múrsteinninn sem hafnaði á bifreiðinni.
Múrsteinninn sem hafnaði á bifreiðinni. Ljósmynd lögreglan Fjóni.

Þýskur ferðamaður lést þegar 30 kg múrsteinn og tveir tæplega 10 kg steinar, sem kastað var af brú, höfnuðu á bifreið sem var ekið undir brúna. Atvikið átti sér stað í gærmorgun á Fjóni og rannsakar danska lögreglan það sem morð.

Þýsk fjölskylda var í bifreiðinni en þau voru á heimleið úr sumarleyfi. Kona sem var farþegi í bílnum lést samstundis en ökumaðurinn, 36 ára karl, er alvarlega slasaður. Fimm ára gamall sonur þeirra slapp ómeiddur.

Lögreglan segir að um morð og morðtilraun sé að ræða. „Þegar einhver tekur svona þungna stein og hendir honum úr mikilli hæð þá hlýtur viðkomandi að hafa gert sér grein fyrir því að einhver gæti dáið,“ segir Michael Lichtenstein, yfirlögregluþjónn á Fjóni. Hann segir að miðað við stærð múrsteinsins þá virðist allt benda til þess að morðingjarnir séu fleiri en einn. Steinar sem þessir séu það þungir að það taki á að lyfta slíkum steini og kasta.

Frétt Berlingske

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert