Móðirin sat grátandi í garðinum

Drengurinn svaf í herberginu.
Drengurinn svaf í herberginu. AFP

Á grasinu fyrir framan fjölbýlishúsið liggur brotið gler. Einn glugginn í húsinu er mölbrotinn og það er greinilegt að herbergið þar fyrir innan hefur orðið fyrir skemmdum. Litli drengurinn sem lést í nótt af sárum sínum eftir að handsprengju var kastað inn um gluggann svaf þarna fyrir innan.

Blaðamaður Aftonbladet ræddi við Bashar, þriggja barna föður sem býr í næsta stigagangi. Hann varð ekki var við sprenginguna en vaknaði við hljóð frá sírenum lögreglu- og sjúkrabílum sem komu á vettvang.

Bashar fór út í garðinn en þar hafði nokkur fjöldi fólks safnast saman; íbúar og lögregla. Í miðjunni sat kona, móðir drengsins sem lést. „Hún grét og var alveg í rúst,“ segir Bashar.

Bashar á þrjú börn. Það elsta er sjö ára og yngsta sex mánaða gamalt. „Miðjubarnið, sem er fjögurra ára, vildi ekki fara í leikskólann í dag. Þessi eldri eru mjög hrædd,“ segir hann.

Frétt mbl.is: Fimm börn í íbúðinni

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert