N-Kórea kynnir efnisveituna Manbang

Kim Jong-un og félagar í Norður-Kóreu hafa kynnt til sögunnar …
Kim Jong-un og félagar í Norður-Kóreu hafa kynnt til sögunnar efnisveitu. AFP

Norður-Kóreubúar eiga fljótlega þess kost að nýta sér þjónustu efnisveitu sambærilegri Netflix þar sem boðið verður m.a. upp á úrval heimildarmynda um Kim Jong-un, leiðtoga einræðisríkisins, og tungumálakennslu, s.s. ensku og rússnesku. Frá þessu geinir The Guardian en upphaflega var greint frá nýju efnisveitunni í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu.

Efnisveitan hefur fengið heitið Manbang og er um að ræða mikla framför í sjónvarpstækni en netaðgengi hefur til að mynda verið mjög takmarkað fyrir almenning í landinu. World Bank áætlaði árið 2015 að enginn öruggur netþjónn væri í Norður-Kóreu „á hverja milljón íbúa“, samanborið við heimsmeðaltalið, 209 og 2.320 í Suður-Kóreu.

Hægt verður að horfa á fimm sjónvarpsstöðvar í línulegri dagskrá í gegnum Manbang og þar verður jafnframt mikið fræðsluefni um Kim Jong-un og það sem drífur á hans daga. Þar verður einnig hægt að lesa greinar úr ríkisdagblaðinu Rodong Sinmun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert