Óvissa um áform Trumps

Donald Trump á kosningafundi.
Donald Trump á kosningafundi. AFP

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hefur gefið í skyn að hann ætli að hætta við áform sín um að vísa úr landi þeim  ellefu milljónum manna sem eru ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum.

Kosningastjóri hans, Kellyanne Conway, sagði að ekki væri búið að ákveða neitt varðandi þessi áform hans, sem hafa verið fyrirferðarmikil í kosningabaráttu hans.

Ummæli Conways komu eftir að Trump fundaði með ráðgjöfum sínum sem eru af rómönskum ættum.

Trump sagði í samtali við Fox News í dag að hann ætlaði ekki að gjörbreyta stefnu sinni en vildi að málið tæki sanngjarna stefnu, samkvæmt BBC

Frambjóðandinn heldur ræðu um innflytjendamál í Colorado á morgun, þar sem hann mun vafalítið greina betur frá áformum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert