Einn sá mannskæðasti í sögu Ítalíu

Björgunarstarfsmenn bera konu sem slasaðist í jarðskjálftanum í nótt.
Björgunarstarfsmenn bera konu sem slasaðist í jarðskjálftanum í nótt. AFP

Að minnsta kosti 38 manns fórust og 150 særðust í jarðskjálftanum á Ítalíu í nótt. Skjálftinn  fer í hóp með þeim mannskæðustu sem hafa gengið yfir landið.

Hér er listi yfir mannskæðustu skjálftana á Ítalíu síðustu 30 árin:

Ágúst 2016: Skjálfti af stærðinni 6,2 gekk yfir fjallaþorp í héruðunum Umbria, Marche og Lazia. Að minnsta kosti 38 manns fórust.

Maí 2012: 23 fórust í tveimur skjálftum sem gengu yfir Emilia Romagna-héraðið á norðurhluta Ítalíu. 14 þúsund manns misstu heimil sín.

Apríl 2009: Alls fórust 309 manns þegar jarðskjálfti gekk yfir Mið-Ítalíu. Um 65 þúsund manns misstu heimili sín. Verðmætar kirkjur og minnisvarðar eyðilögðust.

Þetta hús í Accumoli skemmdist illa í skjálftanum í nótt.
Þetta hús í Accumoli skemmdist illa í skjálftanum í nótt. AFP

Október 2002: Þrjátíu fórust og 61 særðist þegar þorpið San Guiliano di Puglia í austurhéraðinu Molise lenti í öflugum jarðskjálfta. Þar af fórust 27 börn og kennari þeirra þegar skólinn þeirra hrundi til grunna.

September 2002: Jarðskjálfti varð tveimur að bana í Palermo á Sikiley.

Júlí 2001: Að minnsta kosti þrír fórust í jarðskjálfta í Alto Adige, skammt frá Bolzano í norðurhluta Ítalíu.

September og október 1997: Tveir jarðskjálftar skóku héruðin Umbria á Mið-Ítalíu og Marche í austurhluta landsins á einni viku. Tveir fórust og yfir 110 slösuðust. 38 þúsund misstu heimili sín.

AFP

Desember 1990: 17 fórust og 200 slösuðust í jarðskjálfta sem gekk yfir Sikiley.

Maí 1990: Fjórir létu lífið í skjálfta í héraðinu Basilicate.

Nóvember 1980: Yfir 2.900 manns fórust í kröftugum jarðskjálfta í héruðunum Campania og Basilcate í suðurhluta  landsins.

Janúar 1915: Um 30 þúsund manns létust í bænum Avezzanu í Abruzzo af völdum skjálfta. 

Desember 1908: Mannskæðasti jarðskjálftinn í sögu Ítalíu gekk yfir Reggio di Calabria og Sikiley þar sem um 95 þúsund manns fórust.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert