Leita fórnarlamba í húsarústunum (myndband)

Björgunarsveitir á Ítalíu vinna nú að því hörðum höndum að bjarga fólki úr húsarústum eftir harðan jarðskjálfta í nótt og nýta björgunarsveitir í smáþorpinu Illica m.a. hunda við að hafa uppi á þeim sem kunna enn að vera á lífi undir rústunum.

Að minnsta kosti 73 mann­eskj­ur létu lífið eft­ir jarðskjálft­ann sem reið yfir Mið-Ítal­íu í nótt og búast björgunarmenn við að tala látinna eigi enn eftir að hækka.

Töluverður fjöldi ferðamanna er á svæðinu, auk heimamanna, en fjallaþorpin eru vinsæll sumarhúsastaður meðal Ítala.

Upp­tök skjálft­ans, sem mæld­ist 6,2 stig, eru 76 km suðaust­ur af borg­inni Perugia á um 10 km dýpi. 

Svæðið þar sem skjálftinn reið yfir nú er í nágrenni borgarinnar L‘Aquila þar sem 300 manns fórust í jarðskjálfta árið 2009. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert