Trump sakar Clinton um ofstæki

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump, forsetaefni bandaríska Repúblikanaflokksins, hefur sakað Hillary Clinton, forsetaefni demókrata, um ofstæki. Talið er að Trump sé með þessu að ná til kjósenda úr röðum minnihluta í Bandaríkjunum.

Trump lét ummælin falla á fjöldafundi í Jackson í Mississippi. Hann hélt því fram að í augum Clintons væru hörundsdökkir kjósendur ekkert annað en atkvæði - ekki einstaklingar sem ættu rétt á bjartari framtíð. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þá sagði Trump að Clinton og Demókrataflokkurinn hefðu misnotað kjósendur sem væru af afrísku bergi brotnir. 

Clinton var fljót að svara fyrir sig og sakaði Trump um að færa hatursorðræðua af jaðrinum og inn á meginstrauminn.

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert