Brast í grát er hún sagði sögu sína

Pavlina Pizova og Ondrej Petr.
Pavlina Pizova og Ondrej Petr. AFP

Tékknesk kona sem lifði af mánuð í afskekktum fjallakofa á Nýja-Sjálandi eftir að göngufélagi hennar hrapaði til bana segist hafa vitað að það yrði hættulegt að reyna að komast ein til byggða.

Pavlina Pizova brast í grát þegar hún greindi fjölmiðlum frá þrekraun sinni og þessum mánuði sem hún dvaldi í kofanum. Hún horfði á snjóflóð ryðjast niður hlíðarnar á meðan hún beið eftir því að einhver kæmi að bjarga henni.

Björgunarmenn fundu Pizova á miðvikudaginn, rúmum mánuði eftir að hún og félagi hennar, Ondrej Petr, lögðu af stað í 32 kílómetra göngu. Gönguleiðin kallast Routeburn þar sem farið er yfir Suður-Alpana í suðvesturhluta Nýja-Sjálands.

Frétt mbl.is: Fannst mánuði eftir að ferðafélaginn lést

Fjallakofinn þar sem Pizova dvaldi í einn mánuð.
Fjallakofinn þar sem Pizova dvaldi í einn mánuð. AFP

Braust inn í fjallakofa

Búið er að finna lík Petr.

Pizova og Petr lögðu af stað í ferðalagið 24. júlí og hrapaði hann niður bratta hlíð fjórum dögum síðar. Hún náði að feta sig niður til hans en hann lést skömmu síðar.

Eftir það ákvað hún að leita að skjóli. Hún skildi líkið eftir og þurfti að berjast í gegnum mikinn snjó í tvo daga þangað til hún fann fjallakofa sem landvörður hefur til afnota, braust inn í hann, fann þar mat og gat haldið á sér hita.

Björgunarmenn eru þeir leituðu að líki Petr í snjónum.
Björgunarmenn eru þeir leituðu að líki Petr í snjónum. AFP

„Ég reyndi nokkrum sinnum að ganga í burtu frá kofanum en fæturnir á mér, veðuraðstæður og djúpur snjórinn héldu aftur af mér,“ sagði hún.

Vegna slæms líkamlegs ástands, fannfergis og vitneskjunnar um hættuna á snjóflóðum ákvað hún að best væri að halda sig áfram til í kofanum.

„Í kofanum sá ég mörg snjóflóð renna niður hlíðarnar.“

Inni í fjallakofanum.
Inni í fjallakofanum. AFP

Illa undirbúin 

Að sögn Pizova áttuðu hún og Petr sig á því að þau hefðu gert mistök í upphafi ferðalagsins með því að hafa ekki gert ferðaáætlun, ekki haft áttavita með sér og vanmetið veðrið.

„Aðstæðurnar voru öfgakenndar, það snjóaði mikið og við þurfum að gista úti yfir nótt,“ sagði hún.

Aðstæður voru erfiðar er leitað var að líki Petr.
Aðstæður voru erfiðar er leitað var að líki Petr. AFP

Snjór upp að mitti

Petr féll til bana á meðan þau voru að reyna að komast að kofanum. „Eftir að hann dó var ég í tvær nætur í viðbót úti í náttúrunni áður en ég komst í kofann þar sem ég var örugg.“

Hún þurfti að ganga í snjó sem náði henni upp að mitti. Hún kom því ekki auga á ekki neina slóð og þurfti sjálf að finna leiðina að kofanum.

„Mér var mjög kalt, ég var að niðurlotum komin og fæturnir á mér voru frosnir.“

Björgunarmenn leita að líki Petr.
Björgunarmenn leita að líki Petr. AFP

Víti til varnaðar

Pizova hvatti annað göngufólk til að endurtaka ekki mistök hennar.

„Mig langar að nota tækifærið og hvetja alla þá sem ætla að ferðast um fjalllendið á Nýja-Sjálandi til að verða sér úti um góðar upplýsingar og bera virðingu fyrir veðrinu og hversu fljótt það getur breyst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert