„Dapurlegasta ljósmynd sem ég hef tekið“

Hjónin hafa verið gift í 62 ár. Barnabarn þeirra segir ...
Hjónin hafa verið gift í 62 ár. Barnabarn þeirra segir að þetta sé dapurlegasta ljósmynd sem hún hafi tekið. Ljósmynd/Ashley Baryik

Ljósmynd af hjónunum Wolfram og Anitu Gottchalk hefur farið sem eldur um sinu á netinu. Hjónin, sem eru á níræðisaldri og hafa verið gift í 62 ár, hafa verið neydd til að búa á sitthvoru dvalarheimilinu í Kanada. Saga þeirra hefur vakið mikla athygli en barnabarn þeirra vakti athygli á málinu.

Ashley Baryik, sem er 29 ára gömul, segir að afi sinn og amma hafi lent í þessari stöðu þar sem ekki sé pláss fyrir þau bæði á sama dvalarheimilinu í Surrey í Bresku Kólumbíu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Wilfred, sem er 83 ára gamall, hefur verið greindur með eitilfrumuæxli. Hann er nú á biðlista eftir að komast inn á sama heimili og eiginkona hans, sem 81 árs, dvelur. 

Baryik vakti athygli á sögu afa sinnar og ömmu á Facebook á þriðjudag. Ljósmynd fylgir frásögninni sem sýnir öldruðu hjónin haldast í hendur með tárin í augunum. Baryik segir að þetta sé „dapurlegasta ljósmynd sem ég hef tekið“. Myndinni hefur verið deilt mörg þúsund sinnum á netinu. 

Hún segir að afi sinn og amma hafi orðið viðskila í janúar þegar Wilfred var fluttur á sjúkrahús vegna hjartabilunar. Anita hafði óskað eftir að komast á dvalarheimili í þeirri von að hjónin gætu verið þar saman. Eftir að hún komst inn hefur Wilfred dvalið á annarri stofnun á meðan hann bíður eftir að fá pláss. Þau hafa nú verið aðskilin í átta mánuði.

„Þetta er gríðarlega erfitt fyrir ömmu mína. Hún vill fá eiginmann sinn heim á hverju kvöldi,“ segir Baryik í samtali við BBC. Hún segir ennfremur að þetta taki mjög á þau andlega. 

Hún kallaði eftir aðstoð á Facebook eftir að afi hennar greindist með eitilfrumuæxli fyrr í þessari viku. Nú sé enn meiri ástæða til að sameina hjónin sem fyrst. 

Fjölskylda þeirra segir að aðskilnaðinn megi rekja til stíflu og tafa í heilbrigðiskerfinu. Þá segir Baryik að fjölskyldan hafi ekki fengið nein svör undanfarna átta mánuði þar til í gær þegar talsmaður dvalarheimilisins sagði að það væri forgangsmál að finna rými fyrir afa hennar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
Suzuki Swift GL 4wd 2008
Bíllinn er er mjög góður, ekinn 100 þús, gott lakk, endurnýjuð kúpling. Engin s...
Notuð dekk 185/65/15
Mjög lítið notuð ca. 4 mánuði hvert sett. Nokian dekk 185/65/15 4 nagladekk án ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...