Ungar stúlkur seldar mansali til Bretlands

Ungu konurnar voru seldar í vændi í Bretlandi.
Ungu konurnar voru seldar í vændi í Bretlandi. AFP

Lögreglan hefur upprætt rúmenskan glæpahring sem seldi ungar konur mansali til Bretlands þar sem þær voru látnar stunda vændi í yfir tíu borgum landsins.

Í fréttatilkynningu frá Europol kemur fram að um samstarf lögreglu og saksóknara í Rúmeníu auk lögreglunnar í Bretlandi sé að ræða.

Rúmenska lögreglan handtók átta í tengslum við rannsóknina og sjö eru undir eftirliti. Leitað var á átján stöðum í tengslum við rannsóknina og hald lagt á mikið magn fjármuna, bifreiða og fleiri sönnunargagna. Rætt var við 40 manns, meðal annars grunaða, fórnarlömb og vitni.

Sjá nánar á vef Europol

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert