Óviðunandi að hafna múslimum

Angela Merkel í viðtalinu við ARD.
Angela Merkel í viðtalinu við ARD. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir stefnu sumra Evrópusambandsríkja um að taka ekki á móti flóttamönnum sem eru múslimar „óviðunandi“. Þýsk stjórnvöld kalla eftir því að settir verði kvótar til að dreifa straumi flóttamanna niður á aðildarríki sambandsins.

„Það er alls ekki í lagi að sum lönd segi: „Almennt talað viljum við ekki múslima í löndum okkar.“,“ sagði Merkel í viðtali við þýsku ríkissjónvarpsstöðina ARD.

Lagði hún áherslu á að öll ríkin þyrftu að axla sína ábyrgð og að finna þurfi sameiginlega lausn. Hugmyndin um sameiginlega innflytjendastefnu ESB-ríkja er hins vegar umdeild en lönd eins og Tékkland, Ungverjaland, Pólland og Slóvakía hafa neitað að taka við kvótaflóttamönnum.

Robert Fico, forseti Slóvakíu, hefur meðal annars svarið að hann muni „aldrei hleypa einum einasta múslima inn í landið.“ Bohuslav Sobotka, forsætisráðherra Tékklands, tók í svipaðan streng á þriðjudag þegar hann sagðist ekki vilja fjölmennt samfélag múslima í Tékklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert