Skapa verðmæti með athyglisgáfunni

„Ég sé hluti sem aðrir sjá ekki. Mesti styrkleikinn er að það gerir mig næmari fyrir smáatriðum, ég er einbeittari,“ segir Corey Weiss sem er einn helsti hugbúnaðaprófari fyrirtækisins MindSpark í Kaliforníu. Fyrirtækið nýtir hæfileika fólks á einhverfurófi til að skapa verðmæti.

Chad Hahn, einn stofnenda MindSpark, segir fyrirtækið leita að virkum einstaklingum sem eru á einhverfurófi. Þó að félagslegir hæfileikar þeirra séu ef til vill ekki hefðbundnir þá hafi þeir hæfileika sem nýtast í leit að villum í hugbúnaði.

„Það er þarna stór hópur af hæfileikaríku vinnuafli sem ekki margir eru að skoða,“ segir Hahn við AFP-fréttastofuna.

Nú starfa 27 hugbúnaðarprófarar hjá fyrirtækinu, fimm í fullu starfi en hinir fá greitt eftir vinnustundum sem þeir kjósa að vinna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert