LAX rýmdur

LAX-flugvöllurinn í Los Angeles.
LAX-flugvöllurinn í Los Angeles. AFP

Flugvöllurinn í Los Angeles var rýmdur í nótt vegna mikils hávaða en talið var að um skothvelli væri að ræða. Fólk flúði út úr flugstöðvarbyggingunni og mátti sjá ferðatöskur og annan farangur liggja eins og hráviði út um allt.

Samkvæmt frétt BBC var lokað fyrir umferð að flugstöðvarbyggingunni og engar flugvélar fengu að lenda en aðgerðum er lokið og er umferð um flugvöllinn að komast í eðlilegt horf aftur.

Lögreglan í Los Angeles skrifar í Twitter-færslu að engum skotum hafi verið hleypt af og enginn hafi slasast. Rannsakað er hvað olli hávaðanum en fjölmennt lið lögreglu og slökkviliðs var sent á flugvöllinn eftir að tilkynningar fóru að berast um skothvelli á flugvellinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert