Mæðgin myrt í Noregi

Norski bærinn Kirkenes er skammt frá rússnesku landsmærunum.
Norski bærinn Kirkenes er skammt frá rússnesku landsmærunum. Af vef Wikipedia

Tólf ára gamall drengur og 37 ára gömul móðir hans voru skotin til bana í íbúð í norska bænum Kirkenes í nótt. Stjúpfaðir drengsins er alvarlega særður eftir skotárásina.

Uppfært klukkan 10.12 Á blaðamannafundi hjá lögreglunni kom fram að stjúpfaðirinn skaut mæðginin til bana. Hann liggur á gjörgæsludeild sjúkrahússins í Tromsø. Fullvíst þykir að ekki hafi fleiri verið í íbúðinni í miðbæ Kirkenes og að um fjölskylduharmleik sé að ræða. Morðvopnið fannst í íbúðinni, að sögn lögreglu. Flaggað er í hálfa stöng við grunnskóla bæjarins en íbúar Kirkenes eru um 3.500 talsins.

Kort sem sýnir staðsetningu Kirkenes.
Kort sem sýnir staðsetningu Kirkenes. Af vefnum Larsforsen

Frétt mbl.is: Tvö myrt í Noregi

Skólastjóri grunnskólans í Kirkenes, Tove Korsnes, staðfesti þetta við fjölmiðla í morgun, en drengurinn var nemandi við skólann. Morten Daae, talsmaður lögreglunnar í Finnmörk hefur staðfest þetta. Hann segir að lögreglan sé að reyna að ná í aðstandendur fjölskyldunnar og þess vegna hafi ekki verið greint formlega frá því að um fjölskylduharmleik hafi verið að ræða.

Nágrannar höfðu samband við lögreglu klukkan 4.13 að staðartíma í nótt og greindu frá hávaða í íbúinni. Þegar lögregla kom á staðinn fann hún þrjár manneskjur sem voru með alvarlega skotáverka. Konan var úrskurðuð látin á staðnum. Drengurinn og stjúpfaðir hans voru fluttir á sjúkrahús þar sem drengurinn var úrskurðaður látinn.

Frétt VG

Frétt NRK

Norska lögreglan.
Norska lögreglan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert