Setti sýru í sleipiefnasjálfsala

Frá Aarows.
Frá Aarows.

Ástralska lögreglan hefur handtekið 62 ára gamlan mann sem er grunaður um að hafa sett ætandi sýru í sleipiefnasjálfsala á næturklúbb samkynhneigðra í Sydney um helgina.

AFP fréttastofan hefur eftir Australian Broadcasting Corporation að atvikið hafi átt sér stað á laugardagskvöldið á næturklúbbunum Aarows, sem samkvæmt lýsingu er ætlaður sam- og tvíkynhneigðum.

Sýran getur valdið alvarlegum skaða og segir lögregla að sýra sem þessi sé ekkert til þess að leika sér með. Öryggiskerfi staðarins fór í gang þegar maðurinn kom þangað inn og var honum haldið föngnum af öryggisvörðum þangað til lögregla  kom á vettvang.

Maðurinn hefur verið ákærður og verður málið tekið fyrir í héraðsdómi 20. september. Ekki hefur verið upplýst hvað manninum gekk til.

Vefur Aarows

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert