Hetja lést af völdum sára sinna

Frá farfuglaheimilinu þar sem Mia Ayliffe-Chung var stungin til bana.
Frá farfuglaheimilinu þar sem Mia Ayliffe-Chung var stungin til bana. AFP

Breskur bakpokaferðalangur, sem særðist lífhættulega í árás á farfuglaheimili í Ástralíu í síðustu viku er látinn. Lögreglan talar um manninn sem hetju en hann reyndi að verja unga konu fyrir árásarmanninum sem gekk berserksgang á farfuglaheimilinu.

Tom Jackson, 30 ára, fékk lífshættulega höfuðáverka þegar Frakki réðst á Miu Ayliffe-Chung, 21 árs, á farfuglaheimili í Queensland fyrir viku. Jackson tókst ekki að bjarga lífi hennar er Smail Ayad réðst á hana vopnaður hnífi og stakk hana ítrekað. Ayad er í haldi lögreglu og hefur verið ákærður fyrir morðið á Ayliffe-Chung. Hann verður væntanlega ákærður í dag fyrir morðið á Jackson.

Smail Ayad, 29 ára, er einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps en hann réðst á starfsmann farfuglaheimilisins og eins drap hann hund þar.

Ýmis­legt bend­ir til þess að Ayad hafi verið blindaður af ást til Ayliffe-Chung án þess að ást­in væri end­ur­gold­in. Ekk­ert bend­ir til að um hryðju­verka­árás hafi verið að ræða þrátt fyr­ir að hann hafi kallað „Alla­hu ak­b­ar“ (Guð er mik­ill) á ar­ab­ísku er hann stakk hana.

Ástralska lögreglan segir að Jackson hafi reynt að aðstoða Ayliffe-Chung og bjarga henni undan árásarmanninum án þess að skeyta nokkuð um eigið öryggi. Það eina sem hann hafi hugsað um var að bjarga henni undan árásarmanninum.  Faðir hans, Les Jackson, kom frá Bretlandi til Ástralíu til þess að vera við sjúkrabeð sonar síns. Á sunnudag sagðist hann vera óstjórnlega stoltur af syni sínum.

Frétt mbl.is: Óendurgoldin ást ekki hryðjuverk

Fyrir utan farfuglaheimilið þar sem Mia Ayliffe-Chung var myrt.
Fyrir utan farfuglaheimilið þar sem Mia Ayliffe-Chung var myrt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert