Neyðaraðstoðin endar hjá stjórnvöldum

Stór hluti þess fjármagns sem Sameinuðu þjóðirnar senda til Sýrlands …
Stór hluti þess fjármagns sem Sameinuðu þjóðirnar senda til Sýrlands endar í höndum bandamanna Bashar al-Assad. AFP

Sameinuðu þjóðirnar hafa greitt fólki nátengdu forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, tugi milljónir Bandaríkjadala í samningum tengdum hjálparstarfi í Sýrlandi.

Kaupsýslumenn, sem eiga fyrirtæki sem Bandaríkin og Evrópusambandið hefur lagt bann við viðskiptum við, hafa fengið háar fjárhæðir greiddar frá SÞ sem og stofnanir og hjálparsamtök á vegum ríkisins. Þar á meðal hjálparstofnun sem forsetafrú Sýrlands, Asma al-Assad, setti á laggirnar. Það sama gildir um aðra stofnun sem nánasti samstarfsmaður forsetans, Rami Makhlouf, stýrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn sem Guardian vann á fjárframlögum SÞ.

SÞ segjast ekki hafa aðra úrkosti en að starfa með með þeim sem Assad hefur lagt blessun sína yfir. Markmiðið sé að neyðaraðstoðin nái til sem flestra almennra borgara í Sýrlandi. 

Gagnrýnendur hjálparstarfs SÞ segja að þeir sem helst fái aðstoð séu þeir sem búi á svæðum sem eru undir yfirráðum stjórnvalda og að fjármunirnir fari meðal annars í að styrkja stöðu stjórnvalda sem á sama tíma beri ábyrgð á dauða hundraða þúsunda borgara.

Hér er hægt að lesa nánar um úttekt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert