Vill að Kaepernick fari annað

Colin Kaepernick.
Colin Kaepernick. AFP

Ákvörðun Colins Kaepernick, leikstjórnanda bandaríska ruðningsliðsins San Francisco 49ers, að standa ekki upp þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn áður en leikur liðsins hófst á föstudaginn hefur vakið töluverða athygli.

Þetta gerði hann og mun að eigin sögn halda áfram að gera þangað til betur verður komið fram við þeldökka Bandaríkjamenn og aðra minnihlutahópa í landinu.

Forsetaframbjóðandinn Donald Trump er ekki ánægður með ákvörðun Kaepernick og telur að hann eigi að finna sér annað land sem henti honum betur. „Látum hann reyna það, það mun ekki gerast,“ sagði hann.

Lið Kaepernick sendi frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem sagði meðal annars að Bandaríkjamenn hefðu allir rétt til að mótmæla eða hylla þjóðfánann, allt eftir vilja hvers og eins.

Fyrrverandi liðsfélagi Kaepernick telur að íþróttamaðurinn hafi sýnt hernum óvirðingu. „Fáninn gefur honum auðvitað rétt til að gera hvað sem hann vill. Ég skil það. En á sama tíma ættir þú hafa einhverja helvítis virðingu fyrir fólki sem sinnti herþjónustu, sérstaklega fólki sem týndi lífi sínu til að vernda frelsi okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert