Sést sjúga hvítt duft upp í nefið

Skjáskot/You Tube

Neil Rix, bæjarstjóri strandbæjarins Dover á Englandi, ætlar ekki að segja af sér vegna myndbands þar sem hann virðist sjúga hvítt duft upp í nefið í gegnum upprúllaðan peningaseðil.

Hann viðurkennir að hafa sogið duftið upp í nefið og þetta sé sannarlega sem sjáist í myndskeiðinu en segir að honum hafi verið byrluð ólyfjan og því hafi hann ekki vitað hvað hann var að gera.

Myndskeiðið var birt á YouTube í gærkvöldi. Rix segir myndskeiðið snúast um fjárkúgun og málið sé til rannsóknar hjá lögreglu. Hann segir í samtali við Telegraph að nokkuð sé liðið frá atvikinu og hann sé ekki fíkniefnaneytandi. Þá segist Rix ekki vita um hvaða efni var að ræða.

„Ég hafði aldrei gert þetta áður. Ég var undir áhrifum áfengis. Það sem gerðist, gerðist. Ég veit ekki hvað ég setti upp í nefið á mér,“ segir hann.

Ekki liggur fyrir hvar myndbandið var tekið upp. Rix tók við sem bæjarstjóri í apríl og segir hann að atvikið hafi gerst fyrir þann tíma.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert