Stúlka látin eftir hnífaárás

Lögreglumenn á Salez-lestarstöðinni í austurhluta Sviss.
Lögreglumenn á Salez-lestarstöðinni í austurhluta Sviss. AFP

Stúlka hefur látist af völdum sára sem hún hlaut þegar árásarmaður kveikti í lestarvagni í Sviss og hóf að stinga farþega sem þar voru inni.

Stúlkan, sem var 17 ára, lést á sjúkrahúsi. Hún var einn sex farþega sem særðust í árásinni, sem var gerð 13. ágúst í lest sem var á ferð skammt frá lestarstöðinni Salez, skammt frá landamærum Liechtenstein og Austurríkis.

Áður hafði 34 ára kona látist af sárum sínum, degi eftir árásina.

Frétt mbl.is: Ein kona látin eftir hnífaárás

Sex ára stúlka er enn á sjúkrahúsi eftir árásina en hún er ekki í lífshættu. 

27 ára svissneskur maður notaði eldfiman vökva til að kveikja í lestarvagninum. Hann lést af sárum sínum nokkrum klukkustundum eftir árásina.

Að sögn lögreglunnar er ekki talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert