Innan við 9 metrar á milli vélanna

Rússnesk þota á flugi.
Rússnesk þota á flugi. AFP

Rússnesk herþota flaug hættulega nærri bandarískri njósnavél yfir Svartahafi í dag, að sögn Pentagon, varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.

Stjórnvöld í Moskvu svöruðu því á móti að fjarlægðin á milli flugvélanna hafi verið innan alþjóðlegra reglugerða. Þau bættu því við að bandaríska þotan hafi verið að njósna um heræfingar Rússa. 

Að sögn starfsmanns bandaríska hersins flaug rússneska vélin innan við 9 metrum frá hinni bandarísku.

„Þessar aðgerðir geta aukið spennuna á milli ríkjanna án nokkurrar ástæðu og valdið misskilningi og slysum,“ sagði Jeff Davis, talsmaður Pentagon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert