Limurinn þveginn í hverri klósettferð

mbl.is

Þrír Spánverjar hafa hannað nýja gerð af þvagskálum fyrir karlmenn sem þeir telja að eigi eftir að vera byltingarkennd. Skálin er búin búnaði sem nemur hvenær viðkomandi er búinn að kasta af sér vatni og sprautar þá sápuvatni á lim hans og setur loks af stað blástur.

Með þessu móti fá karlmennirnir þvott í hvert skipti sem þeir fara á salernið. Þvotturinn stendur í aðeins þrjár sekúndur samkvæmt fréttavef Thelocal.es. Hugvitsmennirnir Eduard Gevorkyan, Ivan Giner og Miguel Angel segja markmiðið að tryggja fullkomið hreinlæti.

Þannig þurfi notendur ekki að snerta þvagskálina. Hugmyndin er tilbúin til reynslukeyrslu. Haft er eftir Gevorkyan að nýju þvagskálarnar muni henta karlmönnum óháð limstærð. „Þannig að engum í heiminum verður mismunað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert