795 milljónir búa við vannæringu

Matvælaáætlun Sameinuðu Þjóðanna hefur sett sér það markmið að hungri verði útrýmt árið 2030. Verkefnið er verðugt því 795 milljónir búa við næringarskort í dag og neyðarástand ríkir víða. Anne Poulsen framkvæmdastjóri World Food Programme á Norðurlöndum er þó bjartsýn en hún flutti erindi um markmiðið á mánudag. Stærsta verkefnið sé að gera samfélög sem lendi í áföllum sjálfbær. 

Poulsen sem áður starfaði sem blaðakona hjá Politiken, segir ýmislegt hafa breyst á síðastliðnum árum í matvælaðstoð. Nú er minna um að mat sé dreift til fólks en áður. Meira og minna öll aðstoð World Food Programme við sýrlenska flóttamenn er t.a.m. með þeim hætti að flóttamennirnir fá greiðslukort sem lagt er inná fyrir nauðsynjum. Þetta segir hún að styrki verslun og innviði á þeim stöðum sem neyðin er oft mikil og þá sé upplifun fólks mannlegri. 

mbl.is ræddi við Poulsen sem flutti fyrirlesturinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og það var Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands sem stóð fyrir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert