Telja að Bretar gefist upp

AFP

Háttsettir embættismenn Evrópusambandsins telja að Bretar muni gefast upp á að yfirgefa sambandið verði viðræðurnar um brotthvarf þeirra gerðar eins erfiðar og hægt er. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Bresk stjórnvöld stefna að því að yfirgefa Evrópusambandið í kjölfar þjóðaratkvæðis í sumar þar sem meirihluti breskra kjósenda samþykkti að segja skilið við sambandið. Fyrirhugaðar eru viðræður um framtíðartengsl Bretlands og Evrópusambandsins eftir úrsögnina.

Dagblaðið byggir frétt sína á samtölum við nokkra ónafngreinda háttsetta embættismenn Evrópusambandsins. Haft er eftir ónefndum embættismanni breskra stjórnvalda að svo virðist sem forystumenn sambandsins hafi það að markmiði að reyna að fá Breta til þess að skipta um skoðun.

Breskir embættismenn hafi hins vegar reynt að sýna embættismönnum Evrópusambandsins fram á að ólíklegt væri að það tækist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert