Fjöldi skóla rýmdur í Kanada

Kanadíska lögreglan. Mynd úr safni.
Kanadíska lögreglan. Mynd úr safni.

Allir skólar á Játvarðseyju í Kanada hafa verið rýmdir vegna „mögulegrar ógnar“ að sögn lögreglu. Nemendur hafa verið teknir á örugga staði, þar sem lögreglan getur síðar sótt þá, að því er fram kemur í tilkynningu Riddaralögreglunnar.

Játvarðseyja, eða Prince Edward Island, er minnsta fylki Kanada en þar búa 146 þúsund manns.

Háskólar í Nova Scotia hafa einnig verið rýmdir, samkvæmt heimildum Breska ríkisútvarpsins.

Tvö háskólaþorp Nova Scotia Community College hafa þá verið rýmd vegna sprengjuhótana, að sögn Kanadíska ríkisútvarpsins CBC, sem vísar til tilkynninga lögreglu.

Cape Breton háskólinn hefur þá einnig verið rýmdur, vegna ótilgreindrar ógnar, samkvæmt CBC.

Ekki er víst hvort þessir atburðir tengist hver öðrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert