Leita tveggja vegna sprenginganna í New York

Annar mannanna bar tösku á myndinni og vilja yfirvöld fá …
Annar mannanna bar tösku á myndinni og vilja yfirvöld fá töskuna til rannsóknar. Ljósmynd/FBI

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) leitar nú tveggja manna í tengslum við sprengju sem ekki náði að  springa í New York á laugardag.

FBI hefur dreift mynd af mönnunum tveimur, sem sýnir annan þeirra bera ferðatösku, en taskan er sögð er hafa innihaldið sprengjubúnað.

Í upplýsingabeiðni FBI segir að talið sé að mennirnir hafi sett ferðatöskuna á gangstéttina þar sem þeir hafi tekið úr henni sprengibúnað, sem þeir skildu eftir í nágrenni gangstéttarinnar áður en þeir héldu ferð sinni áfram með töskuna.

Sprengibúnaðurinn er, að sögn fréttavefjar BBC, talinn vera sá hinn sami og Ahamad Khan Rahami, Bandaríkjamaður af afgönskum uppruna, hefur verið ákærður fyrir að hafa komið  fyrir í Chelsea hverfinu í New York.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert