„Ég vil fara heim“

San Kay Khine horfir á hendur sínar, brunasárin og örin. Kræklóttir fingur minna hana á árin þar sem hún var fórnarlamb barnaþrælkunar í Búrma. Hún er ein þúsunda ungmenna sem eru fórnarlömb mansals og misnotkunar í landinu.

Khine er 17 ára gömul og henni var bjargað úr þrælakistu konu sem er klæðskeri íYangon fyrir stuttu síðan. Þar var henni haldið ásamt móður sinni og annarri stúlku úr sama þorpi í fimm ár.

San Kay Khine
San Kay Khine AFP

Þær voru barðar, skornar með hnífum, neitað um svefn og mat af konunni og fjölskyldu hennar. Fyrir það fengu þær greidda smápeninga.

Khine er ein af tugum þúsunda barna frá fátækum héruðum Búrma sem eru send eða seld til stærri bæja landsins og látin þræla á heimilum þeirra sem eru efnameiri. Samkvæmt mannréttindasamtökum eru börnin í mikilli hættu og algengt að þau séu beitt líkamlegu sem andlegu ofbeldi í þrælavistinni. Kynferðislegt ofbeldi er daglegt brauð einhverra þeirra.

Fingur SanKayKhine bera merki ofbeldis en að hennar sögn fingurbraut fangari hennar hana enKhine er svo illa leikin að hún getur ekki tjáð sig um ofbeldið, hún hvíslar að fréttamanniAFP: „Ég vil fara heim.“

Hér sást hendur San Kay Khine, 17 ára gamallar stúlku …
Hér sást hendur San Kay Khine, 17 ára gamallar stúlku sem var haldið í þrælakistu í fimm ár. AFP

Eldamennskan ekki í lagi og því skorin með hníf

Það er því í höndum Thazin, sem er 16 ára, að lýsa ofbeldinu sem þær voru beittar af kvalara sínum.

„Ég er með ör eftir straujárn sem var þrýst á fótlegg minn og eins á höfðinu,“ segir hún í viðtali við AFP í þorpinu sem hún ólst upp í.

„Þetta er sár eftir hníf þar sem eldamennskan var ekki í lagi,“ segir hún og bendir á ör á nefi sínu.

Líkt og mörg önnur börn sem eru þrælar á heimilum efnameira fólks, var það vinur þeirra í þorpinu sem fór með þær tilYangon og lofaði þeim góðu starfi.

Thazin er 16 ára gömul en henni var nýverið bjargað …
Thazin er 16 ára gömul en henni var nýverið bjargað úr þrælavist. AFP

„Ég er mjög hrædd“

Fjölskyldur þeirra reyndu margoft að bjarga þeim úr þrælahaldinu án árangurs. Það var ekki fyrr en blaðamaður hafði samband við mannréttindaráð Búrma og lét vita af afdrifum stúlknanna og móður Khine að eitthvað gerðist í þeirra málum.

Konan sem þær voru hjá og uppkomin börn hennar voru handtekin fyrr í vikunni sökuð um mansal. Þrátt fyrir að þau hafi verið handtekin þá óttast móðir San Kay Khine hefnd af hálfu fjölskyldunnar.

„Ég er mjög hrædd,“ segirNyoNyoWin, 32 ára, erAFP ræddi við hana fyrir utan bambuskofann sem hún býr í ásamt börnum sínum. „Ég get hvorki borðað né sofið.“

Ofbeldi - bæði líkamlegt og andlegt er daglegt brauð barna …
Ofbeldi - bæði líkamlegt og andlegt er daglegt brauð barna sem eru seld í þrældóm. AFP

Hún segir að fjölskyldan hafi hótað þeim að þær myndu vera sendar í fangelsi því fjölskyldan myndi saka þær um þjófnað.

Rænd bernskunni

Í Búrma er eitt af hverjum fimm börnum á aldrinum 10-17 ára á vinnumarkaði, samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Flest þeirra koma frá afskekktum svæðum þar sem mikil fátækt ríkir. Mörg þeirra vinna við uppvask og þjónustustörf á tehúsum höfuðborgarinnar sem og á öðrum veitingastöðum í þéttbýli. En þúsundir þeirra sjást aldrei því þau eru lokuð inni í þrælakistum. 

Verslunin AVA er í eigu skraddarans og fjölskyldu.
Verslunin AVA er í eigu skraddarans og fjölskyldu. AFP

Yfirmaður jafnréttisskrifstofu Búrma, Aung Myo Min, segir þau börn vera í mestri hættu. Þau lifi í ótta og telja sig einskins virði. „Þau hafa verið svipt bernskunni og þau fá hana ekki aftur,“ segir Min.

San Kay Khine
San Kay Khine AFP
Nyo Nyo Win.
Nyo Nyo Win. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert