Lögregla ákærð eftir skotárásina í Tulsa

Lögreglumaðurinn Betty Shelby á myndinni til vinstri, segist Terence Cruthcer, …
Lögreglumaðurinn Betty Shelby á myndinni til vinstri, segist Terence Cruthcer, á myndinni til hægri, ekki hafa fylgt fyrirmælum sínum.

Lögreglumaður sem skaut til bana óvopnaðan svartan ökumann  í Tulsa í Oklahoma í síðustu viku hefur verið ákærður fyrir manndráp. Héraðssaksóknarinn Steve Kunzweiler lagði í dag fram ákæru á hendur lögreglumanninum, Betty Shelby, fyrir  manndráp af fyrstu gráðu.  

Shelby skaut Terence Crutcher í síðustu viku er hann stóð við  hliðina á bíl sínum, sem hafði bilað. Hennar bíður að lágmarki fjögurra ára fangelsidómur verið hún fundin sek.

Frétt mbl.is: Bók eða byssa?

Þá hefur bandaríska dómsmálaráðuneytið einnig hafið rannsókn á atvikinu til að kanna hvort brotið hafi verið á mannréttindum Crutchers.

Shelby  segir Crutcher ekki hafa fylgt fyrirmælum sínum og að hún hafi skotið á hann þegar hann teygði hendi inn um bílglugga sinn. Á mynd­skeiðum sést hins vegar hvar Terence Crutcher geng­ur í burtu með hend­ur upp í loft  og styður sig því næst við bíl sinn. Ekki er þó ljóst af myndskeiðunum hvar hann var með hendurnar þegar hann var skotinn.

Lögfræðingur Shelby, Scott Wood, segir hana hafa talið Crutcher vera undir áhrifum eiturlyfsins PCP og lyfjaglas með slíku efni fannst í bíl hans.

Skotinn og beittur rafbyssu

Fjölskylda Crutcher hefur hins vegar dregið fullyrðingar Shelby í efa og segir bílgluggann hafa verið lokaðann þegar skotárásin átti sér stað.

Að sögn lögreglu fannst hvorki skotvopn á Crutcher, né í bíl hans.

Auk þess að vera skotinn, þá var beitti annar lögreglumaður einnig rafbyssu á Cutcher í árásinni.

Komið hefur til mótmæla í Tulsa í kjölfar dauða hans, en þau hafa verið farið friðsamlega fram.

Í Charlotte í Norður-Karólínuríki hefur hins vegar komið hefur til átaka undanfarin tvö kvöld vegna morðs lögreglunnar þar á öðrum svörtum manni. Keith Lamont Scott lést á sjúkrahúsi af völdum áverkanna sem hann hlaut er lögreglumaður skaut hann.

Lögreglan segir Scott hafa verið vopnaðan byssu og hættu­leg­an, en þær fullyrðingar stang­ast á við orð ætt­ingja, sem segja að Scott ekki hafa verið vopnaðan byssu held­ur hafi hann haldið á bók.

Fréttavefur BBC segir að til standi að sýna ættingjum Scott myndband af skotárásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert