Neyðarástand í Charlotte

AFP

Ríkisstjórinn í Norður-Karólínu hefur lýst yfir neyðarástandi í borginn Charlotte vegna átaka milli mótmælenda og lögreglu aðra nóttina í röð. Þjóðvarðlið hefur verið sent til borgarinnar en átökin brutust út eftir að lögreglan skaut svartan mann til bana þar á þriðjudag.

Einn mótmælandi er í lífshættu eftir að tveimur almennum borgurum lenti saman, segir í tilkynningu frá borgaryfirvöldum.

Á þriðjudag var Keith Lamont Scott, 43 ára, skot­inn til bana af svört­um lög­reglu­manni. Scott lést af völd­um áverk­anna á sjúkra­húsi. Að sögn lög­reglu var hann vopnaður byssu og hættu­leg­ur. Það stang­ast á við orð ætt­ingja, sem segja að Scott hafi ekki verið vopnaður byssu held­ur hafi hann haldið á bók. Þegar frétt­ist af dauða hans braust út mik­il reiði og rudd­ust mót­mæl­end­ur inn á göt­ur sem voru lokaðar vegna at­viks­ins. Lög­regla beitti tára­gasi gegn þeim en það virt­ist hafa tak­mörkuð áhrif. Sama var uppi á teningnum í nótt en lögregla beitti táragasi á nokkur hundruð mótmælendur sem höfðu safnast saman og mótmælt ofbeldi lögreglunnar gagnvart svörtu fólki í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert