Stefna á að hefja ferlið eftir áramót

Boris Johnson á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni.
Boris Johnson á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. AFP

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir stjórnvöld landsins stefna að því að virkja 50. grein Lissabonsáttmálans, útgönguferli Breta úr Evrópusambandinu, snemma á næsta ári.

„Við erum að tala við okkar vini og bandamenn í Evrópu með það í huga að á fyrri hluta næsta árs muni þeir fá bréf frá okkur þar sem við virkjum þennan lagabókstaf fimmtugustu greinarinnar. Við munum byggja á honum,“ sagði Johnson í viðtali á bresku Sky-sjónvarpsstöðinni í New York.

Þarf ekki endilega tvö ár

Forsætisráðherrann Theresa May hefur áður aðeins sagt að Bretland muni ekki virkja lagagreinina fyrr en að loknu yfirstandandi ári. Virkjun lagagreinarinnar myndi marka upphaf tveggja ára samningaferlis Bretlands við Evrópusambandið.

Johnson, sem fór fremstur í flokki baráttunnar fyrir útgöngu Breta úr sambandinu, gaf þó í skyn að hann teldi viðræðurnar ekki þurfa heil tvö ár.

„Í bréfi okkar er ég viss um að við munum setja einhvern ramma utan um það hvernig framhaldið verður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert