Þjóðvarðliðar sendir til Charlotte

Hundruðum þjóðvarðliða og liðsauka lögreglu hefur verið stefnt saman í bandarísku borginni Charlotte til að stemma stigu við þeim ófriði sem þar hefur brotist út, í kjölfar þess að lögregla skaut vopnlausan þeldökkan Bandaríkjamann til bana.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í borginni á sama tíma og kvartað hefur verið við seinum viðbrögðum yfirvalda við mótmælum og óeirðum.

Einn hlaut alvarleg meiðsl eftir að hafa verið skotinn í nótt og 44 voru handteknir í miðborg Charlotte seint í gær og snemma í dag. Níu mótmælendur og tveir lögreglufulltrúar særðust þá í átökum sem brutust út þar sem lögreglan skaut táragasi að fjöldanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert